Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   fös 11. febrúar 2011 12:21
Magnús Már Einarsson
Gunnar Heiðar: Ef það drepur þig ekki þá styrkir það þig
Gunnar Heiðar er mættur heim í ÍBV.
Gunnar Heiðar er mættur heim í ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Maður þekkir alla í kringum þetta félag, það er virkilega góð stemning búin að myndast í kringum ÍBV liðið og það er gaman að taka þátt í því," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem gekk í dag í raðir ÍBV.

Þessi 28 ára gamli framherji yfirgaf Esbjerg í síðustu viku og þrátt fyrir að eiga möguleika á að vera áfram úti í atvinnumennsku þá ákvað hann að koma heim.

,,Þeir voru nokkrir möguleikarnir en á þessum tímapunkti fannst mér þeir ekki vera nógu spennandi. Aðalástæðan fyrir því að maður er kominn heim er að konan er ólétt, hún á að eiga í apríl og við þurfum að eiga smá samastað fyrir það og þá er það ÍBV."

Gunnar Heiðar gerði fjögurra ára samning við ÍBV en hann útilokar ekki að fara aftur út.

,,Ég vona að ég geti spilað þessi fjögur ár í ÍBV en ég loka ekki neinum dyrum í að fara aftur út. Það eru þónokkur lið sem vilja sjá mig spila. Maður hefur ekki fengið það síðustu tvö ár en nú fær maður að spila og vonandi geta þessi blessuðu lið komið til Íslands og kíkt á mig."

Gunnar Heiðar var markakóngur í Svíþjóð árið 2005 en síðan þá hefur gengi hans í atvinnumennskunni verið upp og ofan.

,,Þetta hefur ekki alveg gengið eins og maður vildi, maður er búinn að fara lengst upp og lengst niður líka. Maður er búinn að kynnast ýmsu í þessu og vonandi getur maður miðlað því til yngri leikmanna ÍBV."

,,Þetta hefur styrkt mig sem persónu og eins og einhver sagði, ef það drepur þig ekki þá styrkir það þig,"
sagði Gunnar Heiðar sem stefnir á að raða inn mörkum með ÍBV næsta sumar.

,,Ég hef alltaf verið með skotskóna en ég hef bara ekki fengið að spila í þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner