,,Við vorum bara betri en þeir í dag fannst mér," sagði Guðmundur Magnússon framherji Fram eftir 1-0 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld en Guðmundur skoraði eina mark leiksins.
Jón Guðni Fjóluson liðsfélagi Guðmundar í Fram varð að fara af velli vegna meiðsla og fór í skoðun á sjúkrahúsi.
,,Ég sá eiginlega ekki hvað gerðist, hann lenti illa held ég. En það kemur bara maður í manns stað."
Guðmundur skoraði eina mark leiksins eftir góðan undirbúning Arnars Gunnlaugssonar sem renndi boltanum inn á hann.
,,Ég er búinn að læra aðeins inn á hann. Hann hugsar fljótt og ég ákvað að nýta tækifærið og koma þarna inn á milli og náði að afgreiða það vel."
,,Það er mjög gott að spila með Arnari, maður lærir mikið af honum og er að læra inn á hann. Hann fílar þetta stutta spil. Hann er duglegur að leiðbeina okkur, þessum ungu."
Fram er komið með tvo sigra í tveimur leikjum í Lengjubikarnum og hafði gert vel í Reykjavíkurmótinu áður.
,,Við erum að ná að klára þessa leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila alltof vel. Það hlýtur að vera jákvætt fyrir framhaldið. Ég held að við höfum ekki tapað leik í venjulegum leitíma. Það var bara vítaspyrnukeppnin á móti KR sem við töpuðum."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |