Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   fös 25. febrúar 2011 23:50
Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon: Búinn að læra aðeins inn á Arnar
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Við vorum bara betri en þeir í dag fannst mér," sagði Guðmundur Magnússon framherji Fram eftir 1-0 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld en Guðmundur skoraði eina mark leiksins.

Jón Guðni Fjóluson liðsfélagi Guðmundar í Fram varð að fara af velli vegna meiðsla og fór í skoðun á sjúkrahúsi.

,,Ég sá eiginlega ekki hvað gerðist, hann lenti illa held ég. En það kemur bara maður í manns stað."

Guðmundur skoraði eina mark leiksins eftir góðan undirbúning Arnars Gunnlaugssonar sem renndi boltanum inn á hann.

,,Ég er búinn að læra aðeins inn á hann. Hann hugsar fljótt og ég ákvað að nýta tækifærið og koma þarna inn á milli og náði að afgreiða það vel."

,,Það er mjög gott að spila með Arnari, maður lærir mikið af honum og er að læra inn á hann. Hann fílar þetta stutta spil. Hann er duglegur að leiðbeina okkur, þessum ungu."


Fram er komið með tvo sigra í tveimur leikjum í Lengjubikarnum og hafði gert vel í Reykjavíkurmótinu áður.

,,Við erum að ná að klára þessa leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila alltof vel. Það hlýtur að vera jákvætt fyrir framhaldið. Ég held að við höfum ekki tapað leik í venjulegum leitíma. Það var bara vítaspyrnukeppnin á móti KR sem við töpuðum."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner