„Ég er mjög spenntur fyrir fyrsta leik," segir Jóhannes Karl Guðjónsson, miðjumaður ÍA, en nýliðarnir af Skaganum eiga leik gegn Breiðabliki í Kópavogi í fyrsta leik á sunnudaginn.
„Allir eru að leggja sitt af mörkum svo þetta verði skemmtilegt mót og vellirnir eru í góðu standi. Ég er mjög spenntur fyrir því að fara í fyrsta leikinn í Kópavogi."
„Þetta verður hörkuleikur og ég held að það sé alltaf venjan í fyrstu leikjum á Íslandsmótinu að þeir eru baráttuleikir."
Hann er pottþéttur á því að gæðin í íslenska boltanum hafi aukist. „Ég er alveg með það á hreinu. Deildin hérna heima er mjög öflug og mér finnst hún vera að bætast með hverju árinu... og hún náttúrulega bætist fyrst ég er kominn til baka!" segir Jóhannes kíminn.
Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir