Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. ágúst 2012 21:28
Sebastían Sævarsson Meyer
Arsenal og Real Madrid ná samkomulagi um Sahin
Mynd: Getty Images
Arsenal og Real Madrid hafa náð samkomulagi um miðjumanninn Nuri Sahin samkvæmt Skysports.

Sahin fer á láni til Arsenal út tímabilið en Tyrkinn hefur verið orðaður við Lundúnarliðið í langan tíma og eftir brottför Alex Song frá Arsenal til Barcelona ákvað Arsene Wenger, knattspyrnustjóri að slá til og reyna krækja í leikmanninn.

Nú bendir allt til þess að Sahin muni ganga til liðs við Arsenal fyrir helgi eftir að samkomulagið náðist.

Sahin gekk til liðs við Real Madrid í fyrra frá Borussia Dortmund en náði ekki að festa sig í sessi í liði spænsku meistaranna en gæti fengið lykilhlutverk í liði Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner