,,Ég held að þessi rauðu spjöld ráði úrslitum leiksins, ég er ekki í vafa um það," sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfyssinga svekktur eftir 2-0 tap gegn Fylki í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 0 Selfoss
Robert Sandnes fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik og Stefán Ragnar Guðlaugsson fljótlega í þeim síðari en báðir fengu þeir beint rautt spjald fyrir tæklingar.
,,Fyrra spjaldið er alls ekkert rautt spjald. Maður sem rennur vegna vallarðastæðna á vellinum, ég skil ekki hvernig er hægt að refsa honum með rauðu spjaldi."
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi í leikinn í dag en Logi ákvað að ræða ekki við hann eftir leikinn.
,,Við höfum fengið þrjú rauð spjöld á þessu tímabili og hann á þau öll þessi dómari. Ég fékk mér kaffi með honum þegar hann rak Endre Ove Brenne og það var engu tauti við hann komið svo ég sé enga ástæðu til að tala við hann."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir