banner
   fim 28. febrúar 2013 18:34
Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson í Fylki (Staðfest)
Viðar Örn ásamt Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis í kvöld.
Viðar Örn ásamt Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Framherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk í kvöld í raðir Fylkis og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í höfuðsstöðvum þess í árbænum.

Viðar Örn sem kemur til Fylkis frá uppeldisfélagi sínu, Selfoss. Hann æfði með Fylki á dögunum og skoraði með þeim í æfingaleik.

Hann verður 23 ára gamall á árinu og hefur spilað 123 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 45 mörk. Hann hefur allan sinn feril spilað með Selfossi utan árið 2009 þegar hann var hjá ÍBV og skoraði þá þrjú mörk í 19 leikjum.

Hann er fimmti leikmaðurinn sem Fylkir fær í vetur. Áður komu þeir Tryggvi Guðmundsson frá ÍBV, Sverrir Garðarsson frá Haukum, Pablo Punyed frá Fjölni og Kristján Páll Jónsson frá Leikni.

Þeir hafa misst Björgólf Takefusa í Val, David Elebert, Emil Ásmundsson í Brighton & Hove Albion, Ingimund Níels Óskarsson í FH og Jóhann Þórhallsson í Þór.
Athugasemdir
banner
banner