Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 26. desember 2013 09:00
Magnús Már Einarsson
Tómas Meyer spáir í leiki dagsins á Englandi
Tómas Meyer og David James á góðum degi.
Tómas Meyer og David James á góðum degi.
Mynd: Facebook
Meyer spáir því að Kevin Nolan og félagar vinni Arsenal óvænt.
Meyer spáir því að Kevin Nolan og félagar vinni Arsenal óvænt.
Mynd: Getty Images
Liverpool vinnur Manchester City samkvæmt spá Meyers.
Liverpool vinnur Manchester City samkvæmt spá Meyers.
Mynd: Getty Images
Matthías Vilhjálmsson var með sex rétta af tíu þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi um síðustu helgi. Matthías spáði meðal annars hárrétt fyrir um markalaust jafntefli Chelsea og Arsenal.

Tómas Meyer, viðskiptastjóri og fótboltaspekúlant, fær það verkefni að spá í leikina að þessu sinni en heil umferð er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hér að neðan má sjá spá Meyersins.



Hull 0- 2 Manchester United (12:45)
Manchester United er að komast í gírinn því miður og Steve Bruce er ekkert að fara að leggja upp einhvern Winner leik hjá sínum mönnum. Þetta verður létt....nema að Hull komi á óvart aftur í vetur, en nei held ekki.

Aston Villa 2 - 0 Crystal Palace (15:00)
Aston Villa gerði í buxurnar í síðasta leik og ætla ekki að láta það endurtaka sig. Þeir sigla þessu þrátt fyrir að maður er að sjá batamerki á Hallarmönnum

Cardiff 1 - 2 Southampton (15:00)
Mótmæli og allskonar vitleysa í kringum þennan leðurhanskatöffara sem á Cardiff. Southampton taka öll stigin.

Chelsea 2 - 2 Swansea (15:00)
Þarna verður þetta óvænta í þessari umferð.

Everton 2 - 3 Sunderland (15:00)
Everton á flottu róli skemmtilegt lið og komið sjálfum sér mest á óvart. Sunderland er á uppleið og þeir taka öll stigin

Newcastle 2 - 0 Stoke (15:00)
Gleðileg jól á St James´s Park.

Norwich 0- 1 Fulham (15:00)
Dimitar Berbatov klárar þetta.

Tottenham 2 - 0 WBA (15:00)
Tim Sherwood þarf að taka sénsinn og leyfa þessum leikmönnum sem kunna að spila og geta það vera inn á. Henda þessu AVB hugmyndafræði sem lengst frá White Hart Lane. Gylfi skorar og leggur hitt upp.

West Ham 2 - 1 Arsenal (15:00)
Hamrarnir í jólafýlling þarf eitthvað að ræða það?

Manchester City 2-3 Liverpool (17:30)
Gleðileg jól allir saman!

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner