Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fim 10. desember 2015 14:25
Magnús Már Einarsson
Íslendingur eða Dani tekur við NSÍ í Færeyjum
Jens Martin Knudsen.
Jens Martin Knudsen.
Mynd: Getty Images
Íslendingur og Dani berjast um þjálfarastöðuna hjá NSÍ Runavík í Færeyjum en félagið stefnir á að ráða nýjan þjálfara snemma í næstu viku.

NSÍ endaði í 2. sæti í færeysku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili og fór í bikarúrsilt en liðið tekur þátt í Evrópudeildinni næsta sumar.

Pétur Pétursson hafnaði tilboði frá NSÍ á dögunum en Atli Eðvaldsson, Guðjón Þórðarson og Ólafur Þórðarson voru allir á óskalista félagsins í kjölfarið, sem og einn danskur þjálfari.

Jens Martin Knudsen, fyrrum markvörður Leifturs og færeyska landsliðsins, starfar fyrir NSÍ og hann staðfesti í dag að einn af Íslendingunum þremur komi til greina í starfið.

„Valið stendur á milli Íslendings og Dana. Íslendingurinn er einn af þessum þremur (að ofantöldum) en ég get ekki tjáð mig meira í augnablikinu," sagði Jens Martin við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner