Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 12. febrúar 2016 09:11
Magnús Már Einarsson
Valur borgar tvær milljónir fyrir Söndru
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Valur borgar Stjörnunni tvær milljónir króna fyrir markvörðinn Söndru Sigurðardóttur samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Það þýðir að Sandra er líklega dýrasti leikmaðurinn sem seldur hefur verið á milli félaga í Pepsi-deild kvenna.

Sandra var samningsbundinn Stjörnunni þar til í október 2017 og því þurfti Valur að kaupa hana til að fá hana í sínar raðir.

Stjarnan vildi fá tvær milljónir króna fyrir Söndru og eftir mikla óvissu undanfarnar vikur þá samþykkti Valur að greiða þá upphæð.

Sandra hefur ekkert æft með Stjörnunni undanfarnar vikur á meðan málið var í vinnslu en hún hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Val.
Athugasemdir