Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, fékk í dag afhenta portúgalska treyju merkta Cristiano Ronaldo.
Eins og frægt er þá reyndi Aron að skipta á treyjum við Cristiano Ronaldo eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal í síðustu viku en Ronaldo hafði ekki áhuga á því.
Í dag birtist mynd af Aroni með treyju Ronaldo en ekki er ljóst hvort hún komi frá Portúgalanum sjalfum. Miðað við viðbrögð landsliðsmanna eru þó góðar líkur á að hún hafi verið keypt úti í búð.
„@arongunnarsson, fékk loksins Ronaldo treyju," sagð Gylfi Þór Sigurðsson á Instagram.
„Við erum ánægðir með að geta látið draum @ronnimall rætast," sagði Alfreð Finnbogason á Twitter.
Sjá einnig:
Aron Einar bað Ronaldo um treyjuskipti - Ronaldo nennti því ekki
We are happy that we could make @ronnimall 's dream come true!! #shirtsforaron pic.twitter.com/MFowCstnQ0
— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) June 20, 2016
Athugasemdir