Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 22. júní 2016 20:10
Elvar Geir Magnússon
París
Raggi Sig: Ekki fallegt en Fokk it! Við erum komnir áfram!
Icelandair
Ragnar átti frábæran leik í kvöld.
Ragnar átti frábæran leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið hreinlega magnaður á Evrópumótinu í Frakklandi og sýndi frábæra frammistöðu enn einu sinni þegar Ísland vann sigurinn gegn Austurríki í kvöld.

„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður akkúrat núna. Maður trylltist þegar Arnór skoraði eftir sendinguna frá Emma. Þetta var ekki fallegur sigur en „Fokk it!", við erum komnir áfram," sagði Ragnar við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

„Við spiluðum boltanum vel í byrjun en eftir að við komumst yfir kom þetta típíska, við byrjum að verja markið. Það var lélegt. Við hefðum átt að halda áfram að spila boltanum og vera ekki hræddir."

Hvernig var upplifunin þegar leik var lokið og leikmenn fóru og fögnuðu með stuðningsmönnunum?

„Það var geðveikt! Það var bara geðbilun. Frábært að sjá hvað það komu margir, allir í bláu og allir að syngja. Ég held að fólk viti það hve mikla þýðingu það hefur fyrir okkur að fá þennan stuðning. Ótrúlega gaman að geta fagnað með fólkinu."

Hvernig lýst Ragga á að mæta Englandi í 16-liða úrslitum á mánudag?

„Ég er mjög ánægður með það. Ég hef alltaf átt þann draum að spila á móti Englandi. Nú fær maður vonandi sénsinn á að sýna sig gegn þeim. Við getum farið í þann leik pressulausir og notið þess að spila. Ég tel okkar möguleika bara fína."

„Það verður örugglega ógeðslega gaman að spila þennan leik."

Fyrir leikinn í dag kom Raggi með skilaboð til Íslendinga á Instagram eins og sjá má hér.

„Ég fékk einhverja tilfinningu. Vildi tala við íslenska fólkið og segja þeim hvernig mér leið. Ég bað fólk um að hjálpa okkur í þessu og það gekk helvíti vel. Mér fannst þetta alltaf vera okkar dagur," sagði Raggi.
Athugasemdir
banner