Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 22. nóvember 2017 13:11
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Í raun komu engin önnur lið til greina
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu í dag til sín miðvörðinn Sölva Geir Ottesen sem skrifaði undir þriggja ára samning í Fossvoginum í dag.

Sölvi segir að Víkingshjartað hafi hjálpað sér í þessari ákvörðun og að hann geti ekki beðið eftir að snúa aftur út á völlinn hér heima.

„Þetta er mjög spennandi og ég get varla beðið eftir því að spila fyrir Víking aftur," segir Sölvi.

Fleiri félög í Pepsi-deildinni vildu fá Sölva en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að velja Víkingana.

„Ég talaði við Heimi (formann knattspyrnudeildar) og Loga áður en ég fór til Kína. Við fórum aðeins yfir hlutina. Hugur minn leitaði alltaf hingað þegar ég fór út. Það voru í raun engin önnur lið sem komu til greina."

„Standið á mér er mjög gott. Ég er nýkominn úr tímabili í Kína, ég er í góðu standi og mun halda áfram að byggja ofan á það."

Víkingar enduðu í 8. sæti í Pepsi-deildarinnar.

„Við sættum okkur ekki við 8. sæti. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að stefna hærra en það. Það væri rosalega gott að komast í Evrópudeildina og við stefnum bara á það," segir Sölvi en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner