Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mið 22. nóvember 2017 13:11
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Í raun komu engin önnur lið til greina
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu í dag til sín miðvörðinn Sölva Geir Ottesen sem skrifaði undir þriggja ára samning í Fossvoginum í dag.

Sölvi segir að Víkingshjartað hafi hjálpað sér í þessari ákvörðun og að hann geti ekki beðið eftir að snúa aftur út á völlinn hér heima.

„Þetta er mjög spennandi og ég get varla beðið eftir því að spila fyrir Víking aftur," segir Sölvi.

Fleiri félög í Pepsi-deildinni vildu fá Sölva en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að velja Víkingana.

„Ég talaði við Heimi (formann knattspyrnudeildar) og Loga áður en ég fór til Kína. Við fórum aðeins yfir hlutina. Hugur minn leitaði alltaf hingað þegar ég fór út. Það voru í raun engin önnur lið sem komu til greina."

„Standið á mér er mjög gott. Ég er nýkominn úr tímabili í Kína, ég er í góðu standi og mun halda áfram að byggja ofan á það."

Víkingar enduðu í 8. sæti í Pepsi-deildarinnar.

„Við sættum okkur ekki við 8. sæti. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að stefna hærra en það. Það væri rosalega gott að komast í Evrópudeildina og við stefnum bara á það," segir Sölvi en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner