Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
   mið 22. nóvember 2017 13:11
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Í raun komu engin önnur lið til greina
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu í dag til sín miðvörðinn Sölva Geir Ottesen sem skrifaði undir þriggja ára samning í Fossvoginum í dag.

Sölvi segir að Víkingshjartað hafi hjálpað sér í þessari ákvörðun og að hann geti ekki beðið eftir að snúa aftur út á völlinn hér heima.

„Þetta er mjög spennandi og ég get varla beðið eftir því að spila fyrir Víking aftur," segir Sölvi.

Fleiri félög í Pepsi-deildinni vildu fá Sölva en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að velja Víkingana.

„Ég talaði við Heimi (formann knattspyrnudeildar) og Loga áður en ég fór til Kína. Við fórum aðeins yfir hlutina. Hugur minn leitaði alltaf hingað þegar ég fór út. Það voru í raun engin önnur lið sem komu til greina."

„Standið á mér er mjög gott. Ég er nýkominn úr tímabili í Kína, ég er í góðu standi og mun halda áfram að byggja ofan á það."

Víkingar enduðu í 8. sæti í Pepsi-deildarinnar.

„Við sættum okkur ekki við 8. sæti. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að stefna hærra en það. Það væri rosalega gott að komast í Evrópudeildina og við stefnum bara á það," segir Sölvi en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir