Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mið 22. nóvember 2017 13:11
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Í raun komu engin önnur lið til greina
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu í dag til sín miðvörðinn Sölva Geir Ottesen sem skrifaði undir þriggja ára samning í Fossvoginum í dag.

Sölvi segir að Víkingshjartað hafi hjálpað sér í þessari ákvörðun og að hann geti ekki beðið eftir að snúa aftur út á völlinn hér heima.

„Þetta er mjög spennandi og ég get varla beðið eftir því að spila fyrir Víking aftur," segir Sölvi.

Fleiri félög í Pepsi-deildinni vildu fá Sölva en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að velja Víkingana.

„Ég talaði við Heimi (formann knattspyrnudeildar) og Loga áður en ég fór til Kína. Við fórum aðeins yfir hlutina. Hugur minn leitaði alltaf hingað þegar ég fór út. Það voru í raun engin önnur lið sem komu til greina."

„Standið á mér er mjög gott. Ég er nýkominn úr tímabili í Kína, ég er í góðu standi og mun halda áfram að byggja ofan á það."

Víkingar enduðu í 8. sæti í Pepsi-deildarinnar.

„Við sættum okkur ekki við 8. sæti. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að stefna hærra en það. Það væri rosalega gott að komast í Evrópudeildina og við stefnum bara á það," segir Sölvi en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir