Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
banner
   lau 22. september 2018 16:50
Ármann Örn Guðbjörnsson
Einlægur Gummi Magg: Allt í rugli
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gummi Magg, fyrirliði Fram kom í mjög einlægt viðtal eftir tap gegn Víking Ólafsvík þar sem Gummi opnaði sig um stöðu félagsins, þjálfarann og leikmenn liðsins

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 Víkingur Ó.

"Við æfðum vel í vetur og komum vel inní mótið en svona seinni hlutann þá var þetta svolítið mikið basl en í heildina þá mun þetta sumar bara fara í reynslubankann og menn verða betri karakterar eftir þetta tímabil"

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram lét af störfum fyrir rúmri viku og Gummi opnaði sig um stöðu félagsins

"Það er bara allt í rugli. Við stöndum rosalega mikið einir í þessu. Leikmenn eru að ganga í verk sem þeir eiga ekki að vera að gera. Stjórnarmenn og aðrir sem eru í kringum félagið sjást ekki á svæðinu nema þegar vel gengur. Umgjörðin er eins og hún er og þetta er bara pirrandi"

"Að fá engan stuðning er bara pirrandi og það kemur auðvitað bara í hópinn, það sést á okkur að við erum pirraðir. Menn eru að halda áfram en þeir eru ekki að fá borgað, útlendingarnir eru ekki að fá borgað og þá kannski leggja þeir minna á sig ég veit það ekki"


Pedro Hipólito hefur fengið mikla gagnrýni og ákvað Gummi að sýna honum stuðning eftir leik

"Ég held að fólk geti ekki ýmindað sér vinnuna sem hann leggur á sig. Hann er að taka á sig markmannsþjálfun, styrktarþjálfun og hann ver okkur leikmennina í gegn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner