Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 22. september 2018 16:50
Ármann Örn Guðbjörnsson
Einlægur Gummi Magg: Allt í rugli
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gummi Magg, fyrirliði Fram kom í mjög einlægt viðtal eftir tap gegn Víking Ólafsvík þar sem Gummi opnaði sig um stöðu félagsins, þjálfarann og leikmenn liðsins

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 Víkingur Ó.

"Við æfðum vel í vetur og komum vel inní mótið en svona seinni hlutann þá var þetta svolítið mikið basl en í heildina þá mun þetta sumar bara fara í reynslubankann og menn verða betri karakterar eftir þetta tímabil"

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram lét af störfum fyrir rúmri viku og Gummi opnaði sig um stöðu félagsins

"Það er bara allt í rugli. Við stöndum rosalega mikið einir í þessu. Leikmenn eru að ganga í verk sem þeir eiga ekki að vera að gera. Stjórnarmenn og aðrir sem eru í kringum félagið sjást ekki á svæðinu nema þegar vel gengur. Umgjörðin er eins og hún er og þetta er bara pirrandi"

"Að fá engan stuðning er bara pirrandi og það kemur auðvitað bara í hópinn, það sést á okkur að við erum pirraðir. Menn eru að halda áfram en þeir eru ekki að fá borgað, útlendingarnir eru ekki að fá borgað og þá kannski leggja þeir minna á sig ég veit það ekki"


Pedro Hipólito hefur fengið mikla gagnrýni og ákvað Gummi að sýna honum stuðning eftir leik

"Ég held að fólk geti ekki ýmindað sér vinnuna sem hann leggur á sig. Hann er að taka á sig markmannsþjálfun, styrktarþjálfun og hann ver okkur leikmennina í gegn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner