Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 23. apríl 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Draumaliðsdeildin - Þorkell Gunnar velur sitt lið
Draumalið Þorkels Gunnars.
Draumalið Þorkels Gunnars.
Mynd: Draumaliðsdeildin
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Toyota opnaði í síðustu viku og rúmlega 1000 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður hjá RÚV er búinn að velja sitt draumalið í leiknum.

Í markinu er Þorkell Gunnar með Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur, markmann Þór/KA.

„Þór/KA fékk á sig næst fæst mörkin í deildinni í fyrra. Bryndís Lára spilaði svosem ekki marga þeirra. En ég ætla að veðja á hana spræka eftir dvölina í eyjum og spjótkastsæfingarnar. Treysti á að hún skili stöðugum stigum."

Hann stillir síðan upp þriggja manna vörn. „Ásta Eir og Arna Sif eru í liðum sem fá væntanlega ekki mörg mörk á sig. Held að Sigrún Ella muni svo skora 3-4 mörk í sumar og gefi mér stig þar."

„Á miðjunni var Alexandra Jóhannsdóttir fyrst á blað. Hún var reyndar meidd og missti af úrslitum Lengjubikarsins. En ég vona að hún verði orðin klár í fyrsta leik og byrji að raða inn mörkum og gefa stoðsendingar. Set fyrirliðabandið á hana. Ég hef ofur trú á Alexöndru. Treysti líka á mörk frá Hlín Eiríksdóttur í Val."

Í framlínunni er hann síðan með markadrottninguna frá því í fyrra, Berglindi Björgu.

„Frammi var auðvelt að eyða stærstu summunni í markadrottningu síðasta árs. Sveindís Jane er með fína tölfræði í markaskorun úr næstefstu deild. Vonandi skilar það sér upp í efstu deild," sagði Þorkell Gunnar og bætti við.

„Annars bíða sex til sjö leikmenn klárir á innkaupalistanum ef þessir sem byrja mótið hjá mér standa sig ekki."

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner