fös 21. júní 2019 09:51
Elvar Geir Magnússon
Solskjær reiður vegna myndbands frá Lingard
Lingard í leik með Manchester United.
Lingard í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sé reiður vegna myndbands sem Jesse Lingard, leikmaður United, birti á samfélagsmiðlum.

Lingard er í sumarfríi í Bandaríkjunum með liðsfélaga sínum Marcus Rashford og vinum þeirra.

Í umræddu myndbandi (sem sjá má neðar í fréttinni) er Lingard blótandi og öskrandi á hótelsvítu sinni í Miami. Í myndbandinu sést félagi hans leika eftir samförum á hótelrúminu.

Myndbandið hefur skapað mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og mörgum finnst það ekki viðeigandi frá leikmanni í stóru fótboltafélagi. Þá halda því margir fram að félagsskapur hans hafi neikvæð áhrif á Rashford.

Mirror segir að Solskjær ætli að ræða við Lingard um notkun hans á samfélagsmiðlum. Daily Mail segir að Lingard hafi ekki ætlað að birta umrætt myndband opinberlega en gert það óvart.


Athugasemdir
banner
banner
banner