Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 26. ágúst 2019 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magni sendir frá sér afsökunarbeiðni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrr í dag var sagt frá því að Njarðvík hefði sent formlega kvörtun til KSÍ vegna ummæla þjálfara Magna í Inkasso-deildinni um helgina. Njarðvík vann fallbaráttuslag liðanna 2-1.

„Hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara," segir í yfirlýsingu Njarðvíkinga varðandi viðtal við Svein Þór Steingrímsson sem birtist hér á Fótbolta.net. Þeir sögðu Svein hafa ráðist á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.

Þá kvartaði Njarðvík yfir framkomu Gauta Gautasonar, leikmanns Magna og sagði að málin yrðu sett í réttan farveg innan KSÍ.

Magnamenn sendu í kvöld frá sér afsökunarbeiðni vegna málsins.

Afsökunarbeiðni Magna
Stjórn Magna Grenivíkur og Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari mfl.ka vilja biðjast afsökunar á orðavali Sveins í viðtali eftir leik Njarðvíkur og Magna síðastliðin laugardag.

Ekki var ætlunin að særa einn né neinn með ummælum sem sögð voru í viðtalinu en því miður kemur fyrir að orð eru sögð í hita leiksins sem betur væru ósögð.

Stjórn Íþróttafélagsins Magna og Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari.
Athugasemdir