Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
banner
   lau 20. desember 2025 15:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Adams meiddist illa gegn Man Utd
Mynd: EPA
Tyler Adams, leikmaður Bournemouth, verður frá næstu mánuði eftir að hafa meiðst illa á hné snemma leiks gegn Man Utd um síðustu helgi.

Andoni Iraola staðfesti að hann verði frá í allt að þrjá mánuði. Adams hefur komið við sögu í 16 leikjum í deildinni og skorað eitt mark.

Hann er landsliðsmaður Bandaríkjanna og vonast til að vera í hópnum á heimavelli á HM næsta sumar.

„Hann verður klárlega fjarverandi í dágóðan tíma. Venjulega eru þetta tveir til þrír mánuðir, í bjartsýni eru þetta tveir en svartsýni þrír. Þetta er mikið högg því hann er mikilvægur fyrir okkur," sagði Iraola.
Athugasemdir
banner