Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Síðasta vika hefur ekki verið flókin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enzo Maresca þjálfari Chelsea svaraði spurningum fréttamanna eftir fjörugan jafnteflisleik í Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Newcastle komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Chelsea náði að jafna eftir leikhlé.

„Þeir voru sterkara liðið í fyrri hálfleik og við vorum sterkara liðið í seinni hálfleik. Eftir að við skoruðum jöfnunarmarkið fengum við þrjú eða fjögur góð tækifæri til að taka forystuna. Á sama tíma fengu þeir eitt gott færi, en yfir heildina litið þá er jafntefli sanngjarnt," sagði Maresca.

„Fyrri hálfleikurinn átti að vera betri en strákarnir mega vera stoltir af karakternum sem þeir sýndu í seinni hálfleiknum. Þessi síðasta vika hefur ekki verið flókin, hún er búin að vera mjög góð. Við unnum Everton, við unnum Cardiff og svo gerðum við jafntefli á útivelli gegn Newcastle. Ég er ánægður.

„Það eru hlutir sem við þurfum að laga en við erum á leið í rétta átt."


Þegar Maresca talar um 'flókna viku' er hann að vísa í afar umtalaðan fréttamannafund frá síðustu helgi.

   14.12.2025 14:13
Eitthvað mikið að angra Maresca - Stórfurðuleg ummæli á fréttamannafundi


Hann ræddi einnig um ungan aldur leikmannahópsins og ýjaði að því að það vanti meiri reynslu í liðið hans. Chelsea er með yngstan meðalaldur allra úrvalsdeildarliða, bæði þegar litið er til leikmannahópsins og byrjunarliðanna sem Maresca velur.

„Það er ekki skrýtið að það vanti samræmi í úrslitunum hjá okkur. Við erum með mjög ungt lið. Markmiðið okkar er að gera betur heldur en á síðustu leiktíð, svo einfalt er það."

Chelsea endaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, með 69 stig. Liðið er komið með 29 stig eftir 17 umferðir á yfirstandandi tímabili og situr í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner