Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 20. desember 2025 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Haaland stórkostlegur er Man City komst á toppinn
Mynd: EPA
Erling Haaland var í stuði þegar Man City komst á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.

Man City fékk West Ham í heimsókn og Haaland kom liðinu yfir strax í upphafi leiksins. Hann lagði síðan upp annað markið á Tijjani Reijnders eftir góðan undirbúning Rayan Cherki.

Haaland innsiglaði síðan öruggan sigur liðsins eftir skyndisókn. Haaland hefur skorað 104 mörk i 114 leiikjum í úrvalsdeildinni, ótrúlegur árangur.

Man City komst á toppinn og er stigi á undan Arsenal sem á leik til góða gegn Everton í kvöld. West Ham er í 18. sæti þremur stigum frá öruggu sæti.

Keane Lewis-Potter var hetja Brentford þegar liðið vann botnlið Wolves. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur en Brentford setti í annan gír í seinni hálfleik og vann sanngjarnan sigur þar sem Lewis-Potter skoraði bæði mörkin.

Caoimhin Kelleher fékk á sig vítaspyrnu undir lokin en hann gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Jörgen Strand Larsen, það gengur hvorki né rekur hjá Úlfunum.

Antoine Semenyo skoraði áttunda markið sitt í úrvalsdeildinni þegar hann kom Bournemouth yfir gegn Burnley en Armando Broja jafnaði metin undir lokin en það eru tæp tvö ár síðan hann skoraði síðast fyrir félagslið.

Þá gerðu Brighton og Sunderland markalaust jafntefli.

Manchester City 3 - 0 West Ham
1-0 Erling Haaland ('5 )
2-0 Tijjani Reijnders ('38 )
3-0 Erling Haaland ('69 )

Bournemouth 1 - 1 Burnley
1-0 Antoine Semenyo ('67 )
1-1 Armando Broja ('90 )

Wolves 0 - 2 Brentford
0-1 Keane Lewis-Potter ('63 )
0-2 Keane Lewis-Potter ('83 )
0-2 Jorgen Strand Larsen ('89 , Misnotað víti)

Brighton 0 - 0 Sunderland
Athugasemdir
banner