Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 21. desember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað fékk Thomas Frank frá Gluggagægi?
Thomas Frank, stjóri Tottenham.
Thomas Frank, stjóri Tottenham.
Mynd: EPA
Er starfið hjá Tottenham einfaldlega alltof stórt?
Er starfið hjá Tottenham einfaldlega alltof stórt?
Mynd: EPA
Tottenham fagnar marki.
Tottenham fagnar marki.
Mynd: EPA
Leikmenn, stjórar og jafnvel félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sett skóinn út í glugga í von um að fá glaðning frá jólasveinunum. Fótbolti.net ætlar að fjalla um það fram að jólum hvað jólasveinarnir eru að bjóða upp á þetta árið.

Núna skoðum við hvað Thomas Frank, stjóri Tottenham, fékk frá Gluggagægi.

Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Thomas Frank missir starf sitt hjá Tottenham.

Hann var í mörg ár hjá Brentford þar sem hann byggði upp lið með skýra sjálfsmynd og hugmyndafræði. Hann var aðalmaðurinn hjá félaginu.

Í sumar tók hann svo við Tottenham en það virðist vera of stórt starf fyrir hann. Tottenham hefur spilað ótrúlega illa í alltof mörgum leikjum og það hlýtur að styttast í tilkynningu frá félaginu um að Frank hafi misst starf sitt.

Gluggagægir var alveg handviss um hvað væri best að gefa danska stjóranum.

Netflix áskrift
Í fyrsta sinn í mörg ár gæti verið að Frank þurfi fljótlega ekki að hugsa um næsta leik, næstu skiptingu eða næstu blaðamannafund. Starfslok eru stór möguleiki.

Netflix áskriftin er til að gleyma fótboltanum aðeins. Ekki til að greina leiki, ekki til að fylgjast með næsta starfi, heldur til að gera ekki neitt.

Netflix-áskriftin er gjöf fyrir mann sem hefur lifað í stöðugri spennu í gífurlega mörg ár. Þetta er gjöf sem leyfir honum að sitja í sófanum án þess að hugsa um pressu eða leikskipulag.

Þarna getur hann horft á seríu þar sem enginn spyr hvort hann hafi „misst klefann“. Eða mynd þar sem enginn dæmir hann eftir 90 mínútur.

En svo gæti verið að Frank missi ekkert starfið, Tottenham finni taktinn og þá þarf hann að segja upp áskriftinni fljótlega því þá hefur hann engan tíma í þetta.
Athugasemdir
banner