Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 05. september 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Willum ánægður í Hvíta-Rússlandi: Fékk smá heimþrá
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög vel stemmdir og ég held að þetta verði gaman," segir Willum Þór Willumsson fyrir komandi U21 landsleiki.

Íslenska U21-landsliðið er að hefja nýja undankeppni fyrir EM með tveimur heimaleikjum; gegn Lúxemborg klukkan 17 á morgun föstudag og svo gegn Armeníu á mánudag. Báðir leikir verða á Víkingsvelli í Fossvogi.

„Mér lýst mjög vel á Adda og Eið, þeir koma vel í þetta og við erum með mjög góðan og spennandi hóp. Ég held að þetta muni ganga vel."

„Við höfum farið yfir þessa fyrstu tvo leiki og við ætlum bara að vinna þá. Við eigum að vera með sterkara lið."

Meira sóknarhlutverk en hann bjóst við
Willum er 20 ára gamall og spilar fyrir BATE í Hvíta-Rússlandi þar sem hann fær mikinn spiltíma. Honum líkar lífið í landinu vel.

„Það er rólegt og mjög næs. Mér líður bara vel þar;" segir Willum sem viðurkennir þó að hafa verið kominn með smá heimþrá.

„Jú pínu, ég kom síðast til Íslands í febrúar svo það er fínt að koma hingað aftur."

Hann er ánægður með hvernig gengur innan vallar hjá BATE.

„Ég er í meira sóknarhlutverki en ég gerði ráð fyrir. Ég er framarlega á miðjunni og ég held að það henti mér ágætlega miðað við leikstílinn á liðinu," segir Willum en viðtalið við hann er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner