Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   fim 05. september 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Willum ánægður í Hvíta-Rússlandi: Fékk smá heimþrá
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög vel stemmdir og ég held að þetta verði gaman," segir Willum Þór Willumsson fyrir komandi U21 landsleiki.

Íslenska U21-landsliðið er að hefja nýja undankeppni fyrir EM með tveimur heimaleikjum; gegn Lúxemborg klukkan 17 á morgun föstudag og svo gegn Armeníu á mánudag. Báðir leikir verða á Víkingsvelli í Fossvogi.

„Mér lýst mjög vel á Adda og Eið, þeir koma vel í þetta og við erum með mjög góðan og spennandi hóp. Ég held að þetta muni ganga vel."

„Við höfum farið yfir þessa fyrstu tvo leiki og við ætlum bara að vinna þá. Við eigum að vera með sterkara lið."

Meira sóknarhlutverk en hann bjóst við
Willum er 20 ára gamall og spilar fyrir BATE í Hvíta-Rússlandi þar sem hann fær mikinn spiltíma. Honum líkar lífið í landinu vel.

„Það er rólegt og mjög næs. Mér líður bara vel þar;" segir Willum sem viðurkennir þó að hafa verið kominn með smá heimþrá.

„Jú pínu, ég kom síðast til Íslands í febrúar svo það er fínt að koma hingað aftur."

Hann er ánægður með hvernig gengur innan vallar hjá BATE.

„Ég er í meira sóknarhlutverki en ég gerði ráð fyrir. Ég er framarlega á miðjunni og ég held að það henti mér ágætlega miðað við leikstílinn á liðinu," segir Willum en viðtalið við hann er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir