Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 24. september 2019 13:24
Elvar Geir Magnússon
„Gary Martin ekki fenginn sem fjáröflun"
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Fótbolti.net greindi frá áðan þá er ÍBV að hreinsa til í leikmannahópi sínum og aðeins þrír erlendir leikmenn sem eru samningsbundnir á næsta tímabili.

ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deildinni og leikur í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.

Eyjamenn sömdu við enska sóknarmanninn Gary Martin út næsta tímabil og hann mun spila með liðinu í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Ummæli Gary í viðtali við Vísi um helgina vöktu athygli.

„Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan," sagði Gary við Vísi um helgina.

Daníel Geir Moritz, formaður ÍBV, var spurður út í þessi ummæli en hann tekur allan vafa í burtu.

„Gary var ekki fenginn sem fjáröflun. Hann verður í ÍBV í Inkasso sama hvað. Það þyrfti eitthvað að gerast sem hefur aldrei sést áður svo við breytum því. Hann er með enga klásúlu eða neitt þannig," segir Daníel.
Athugasemdir
banner
banner
banner