Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 14:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sara Björk kom ekkert við sögu í lokaumferðinni
Mynd: Getty Images

Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum hjá Juventus þegar liðið lagði Sassuolo í síðasta leik liðsins í ítölsku deildinni.

Sara hefur spilað 90 mínútur í undanförnum leikjum.


Liðið endar í 2. sæti deildarinnar en leiknum lauk með 3-2 sigri Juventus.

Samningur hennar við félagið er að renna út og verður athyglisvert að sjá hvað hún mun gera í framtíðinni. Arsenal hefur sýnt mikinn áhuga á henni en hún sagði sjálf í samtali við Fótbolta.net að hún hafi rætt við Arsenal og Chelsea áður en hún valdi að ganga til liðs við Juventus sumarið 2022 frá Lyon.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner