Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 09:25
Elvar Geir Magnússon
Bayern að blanda sér í slaginn um Albert?
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Mo Salah.
Mo Salah.
Mynd: EPA
Kevin Strootman segir að liðsfélagi sinn hjá Genoa, íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson, minni sig á Mohamed Salah þegar hann var hjá Roma.

„Hann gæti tekið sama stökk og Salah gerði," segir hollenski miðjumaðurinn sem spilaði með Salah hjá Roma áður en egypska stórstjarnan fór til Liverpool.

Það voru ekki allir vissir um að Salah gæti tekið skrefið upp í að verða heimsklassa leikmaður en hann þaggaði niður í öllum efasemdarröddum.

„Salah skoraði ekki alltaf mörk fyrir Roma þrátt fyrir að koma sér í góð færi. Talað var um að ef hann myndi nýta færin þá væri hann í Real Madrid eða Liverpool. Og þar endaði hann," segir Strootman.

Bayern München sagt hafa áhuga á Alberti
Albert hefur leikið afskaplega vel með Genoa á tímabilinu og nokkuð ljóst er að hann fer í stærra lið í sumar. Hann hefur verið orðaður við Inter, Juventus, AC Milan og Tottenham. Þá segja ítalskir fjölmiðlar að þýska stórliðið Bayern München sé farið að sýna honum aukinn áhuga.

„Ef hann getur tekið sama stökk og Salah þá tel ég að hann gæti slegið í gegn hjá stórliði. Það efast enginn um hæfileika hans, hann er metnaðarfullur atvinnumaður og ég er viss um að hann eigi bara eftir að verða betri," segir Strootman.

Albert verður 27 ára í næsta mánuði en hann hefur skorað 14 mörk og átt 3 stoðsendingar í 33 leikjum fyrir Genoa í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.

Genoa hafnaði tilboðum frá Fiorentina í Albert í janúarglugganum en síðan hefur verðmiðinn á honum aðeins hækkað og er talið vera í kringum 45 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner