Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   fös 17. maí 2024 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Tekur De Zerbi við Bayern?
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Roberto De Zerbi er aftur kominn í myndina hjá Bayern München en hann er nú talinn líklegastur til að taka við liðinu af Thomas Tuchel.

Tuchel hefur tekið endanlega ákvörðun um að hætta með Bayern eftir tímabilið.

Fyrst var greint frá því í febrúar að hann myndi hætta með félagið, en það erfiðlega fyrir Bayern að finna arftaka hans og var því athugað hvort það væri möguleiki fyrir hann að halda áfram.

Það náðist ekki samkomulag og er því Bayern áfram í leit að nýjum þjálfara. Tuchel vill snúa aftur til Bretlandseyja en hann hefur síðustu vikur verið orðaður við Manchester United.

HITC segir að De Zerbi sé nú kominn efst á lista Bayern, en hann hefur náð frábærum árangri með enska úrvalsdeildarfélagið Brighton síðustu ár.

Xabi Alonso, Ralf Rangnick og Julian Nagelsmann höfnuðu allir að taka við liðinu og þá er talið ólíklegt að Hansi Flick snúi aftur til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner