Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 12:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmar Örn framlengir við Val út 2026 (Staðfest)
Hefur skorað tvö mörk fyrir Val á þessu tímabili.
Hefur skorað tvö mörk fyrir Val á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2026. Fyrri samningur átti að renna út eftir tímabilið.

Hólmar er á sínu þriðja tímabili með Val, hann sneri heim til Íslands eftir þrettán ár í atvinnumennsku fyrir tímabilið 2022. Hann tók við fyrirliðahlutverkinu af Hauki Páli Sigurðssyni sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og tók á sama tíma við sem aðstoðarþjálfari Vals.

Hólmar verður 34 ára í ágúst. Hann er fyrrum landsliðsmaður, lék á sínum landsliðsferli 19 landsleiki og skoraði tvö mörk. Þar á undan lék hann heila 27 leiki fyrir U21 landsliðið.

Sem atvinnumaður var hann á mála hjá West Ham, Bochum, Maccabi Haifa, Levski Sofia og var í tvígang á mála hjá Rosenborg. Frá West Ham var hann lánaður til Cheltenham og Roeselare. Hann er sonur Eyjólfs Sverrisonar og er uppalinn í HK og hóf þar meistaraflokksferilinn.

Næsti leikur Vals er gegn Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Athugasemdir
banner
banner
banner