Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   lau 18. maí 2024 11:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino viðurkennir að hann hefði getað verið rekinn
Mynd: EPA

Mauricio Pochettino stjóri Chelsea hefur greint frá því að hann var hræddur um að vera rekinn frá félaginu eftir að liðið tapaði gegn Wolves í febrúar.


Liðið var í neðri hluta töflunnar eftir 4-2 tap á Stamford Bridge og sjö stigum frá sjötta sæti. Það vakti mikla athygli þegar Belle, eiginkona Thiago Silva kallaði eftir breytingum á samfélagsmiðlum í kjölfar leiksins.

„Mögulega eftir Wolves leikinn. Muniði hvað gerðist eftir hann? Ég var viss um að við myndum ekki verða rekin en þetta var erfitt. Þetta tap á heimavelli var erfitt. Maður finnur fyrir einmanaleika sem þjálfari og þjálfarateymi. Þegar þér finnst allir sjá þetta eins og þú sért sekur og þú veist ekki hvað er í gangi," sagði Pochettino.

„Við vorum ein eftir leikinn. Að bíða, þetta var langur tími eftir leikinn, við vorum þarna að horfa á hvort annað, fimm manns í litlu herbergi. Við vorum mjög sorgmætt, þetta var ósanngjörn staða sem við vorum í. Við áttum þetta ekki skilið en þessi úrslit settu okkur í mjög erfiða stöðu."

Liðið er í 6. sæti sem stendur og getur komist upp fyrir granna sína í Tottenham í 5. sæti með sigri gegn Bournemouth í lokaumferðinni á morgun og tryggt sér sæti í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner