Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 17. maí 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Aftur tveir Íslendingar í danska úrvalsliðinu
Stefán Teitur er í liði umferðarinnar
Stefán Teitur er í liði umferðarinnar
Mynd: Silkeborg
Sverrir Ingi er í annað sinn í liðinu
Sverrir Ingi er í annað sinn í liðinu
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur Þórðarson og Sverrir Ingi Ingason eru báðir í úrvalsliði 30. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar en þetta er í annað sinn í röð sem tveir Íslendingar fá sæti í liðinu.

Í síðustu umferð voru Lyngby-mennirnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sævar Atli Magnússon í liði umferðarinnar.

Íslendingarnir hafa verið að gera það gott í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Í 30. umferðinni skoraði Stefán Teitur sigurmark Silkeborg í 1-0 sigri á AGF.

Stefán elskar að mæta AGF en fyrir átta dögum var hann einmitt valinn besti leikmaðurinn er Silkeborg vann AGF með sömu markatölu í úrslitum danska bikarsins.

Skagamaðurinn fær sæti í úrvalsliði umferðarinnar eins og Sverrir Ingi sem átti frábæran leik í vörn Midtjylland sem vann FCK, 2-1, í mikilvægum leik í titilbaráttunni.

Stefán Teitur er í liðinu í fjórða sinn á þessu tímabili en Sverrir í annað sinn.


Athugasemdir
banner
banner