Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 17. maí 2024 23:11
Haraldur Örn Haraldsson
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson þjálfari Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 3-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


„Það voru gæði í liðinu, mér fannst Afturelding spila mjög vel í dag. Þeir voru töluvert betri en við í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum að vísu yfir 2-1, en mér fannst þeir vera spila betur en við. Mér fannst við byrja leikinn vel, fyrstu 5-10 mínúturnar. Við komum vel inn, komumst yfir. En svo fannst mér Afturelding svolítið taka leikinn yfir, halda boltanum vel og við vorum í töluverðu basli. Þeir jafna leikinn og svo komumst við yfir. Við förum í það að breyta taktíkinni, við förum í 4-3-3 aftur. Þá fannst mér það skána. Svo fannst mér aðeins betri seinni hálfleikurinn. Kannski eftir að við komumst í 3-1, þá svona siglum við þessu heim. Þeir fengu samt sín færi í stöðunni 3-1, fengu svolítið mikið af færum fyrir minn smekk. Við vissum það fyrirfram að þetta er vel spilandi lið og ef við verðum ekki mjög aggressívir í pressunni, ef það eru ekki allir samtaka. Þá er þetta lið sem getur alveg spilað menn út, og þeir gerðu það trekk í trekk. Það voru svona ákveðnir hlutir sem voru ekki alveg nógu góðir."

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í hópnum í dag en hann er eitthvað smávægilega meiddur.

„Þetta er bara það sama og er búið að vera plaga hann undanfarið. Það er bakið og það er erfitt að vera taka margar vikur í að æfa ekki neitt og ætla svo að spila. Þannig að nú ætlum við bara að ná honum góðum, hvort sem það sé vika eða 10 dagar, hvað sem það er. Það verður bara að koma í ljós. Hann er bara í sínu bataferli, svo verður bara að koma í ljós hvenær hann er klár."

Dómsúrskurður í málaferli milli Arnars og KA var úrskurðaður á dögunum þar sem KA var gert skilt að greiða Arnari tæpar 11 milljónir króna vegna vangoldinna greiðslna. Nánar má lesa um það hér

„Mér finnst þetta bara leiðinlegt mál í alla staði, bara virkilega leiðinlegt og ég hefði viljað sleppa því að fara með þetta í dómsstóla. Ég vona bara innilega að menn láti hér við sitja. Mér fannst dómurinn mjög afgerandi, en ég veit ekki hvað menn vilja gera. Ég vona innilega að þetta sé búið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
 


Athugasemdir
banner
banner