Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
banner
   fös 17. maí 2024 23:11
Haraldur Örn Haraldsson
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson þjálfari Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 3-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


„Það voru gæði í liðinu, mér fannst Afturelding spila mjög vel í dag. Þeir voru töluvert betri en við í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum að vísu yfir 2-1, en mér fannst þeir vera spila betur en við. Mér fannst við byrja leikinn vel, fyrstu 5-10 mínúturnar. Við komum vel inn, komumst yfir. En svo fannst mér Afturelding svolítið taka leikinn yfir, halda boltanum vel og við vorum í töluverðu basli. Þeir jafna leikinn og svo komumst við yfir. Við förum í það að breyta taktíkinni, við förum í 4-3-3 aftur. Þá fannst mér það skána. Svo fannst mér aðeins betri seinni hálfleikurinn. Kannski eftir að við komumst í 3-1, þá svona siglum við þessu heim. Þeir fengu samt sín færi í stöðunni 3-1, fengu svolítið mikið af færum fyrir minn smekk. Við vissum það fyrirfram að þetta er vel spilandi lið og ef við verðum ekki mjög aggressívir í pressunni, ef það eru ekki allir samtaka. Þá er þetta lið sem getur alveg spilað menn út, og þeir gerðu það trekk í trekk. Það voru svona ákveðnir hlutir sem voru ekki alveg nógu góðir."

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í hópnum í dag en hann er eitthvað smávægilega meiddur.

„Þetta er bara það sama og er búið að vera plaga hann undanfarið. Það er bakið og það er erfitt að vera taka margar vikur í að æfa ekki neitt og ætla svo að spila. Þannig að nú ætlum við bara að ná honum góðum, hvort sem það sé vika eða 10 dagar, hvað sem það er. Það verður bara að koma í ljós. Hann er bara í sínu bataferli, svo verður bara að koma í ljós hvenær hann er klár."

Dómsúrskurður í málaferli milli Arnars og KA var úrskurðaður á dögunum þar sem KA var gert skilt að greiða Arnari tæpar 11 milljónir króna vegna vangoldinna greiðslna. Nánar má lesa um það hér

„Mér finnst þetta bara leiðinlegt mál í alla staði, bara virkilega leiðinlegt og ég hefði viljað sleppa því að fara með þetta í dómsstóla. Ég vona bara innilega að menn láti hér við sitja. Mér fannst dómurinn mjög afgerandi, en ég veit ekki hvað menn vilja gera. Ég vona innilega að þetta sé búið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
 


Athugasemdir
banner
banner