Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 17. maí 2024 23:11
Haraldur Örn Haraldsson
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson þjálfari Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 3-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


„Það voru gæði í liðinu, mér fannst Afturelding spila mjög vel í dag. Þeir voru töluvert betri en við í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum að vísu yfir 2-1, en mér fannst þeir vera spila betur en við. Mér fannst við byrja leikinn vel, fyrstu 5-10 mínúturnar. Við komum vel inn, komumst yfir. En svo fannst mér Afturelding svolítið taka leikinn yfir, halda boltanum vel og við vorum í töluverðu basli. Þeir jafna leikinn og svo komumst við yfir. Við förum í það að breyta taktíkinni, við förum í 4-3-3 aftur. Þá fannst mér það skána. Svo fannst mér aðeins betri seinni hálfleikurinn. Kannski eftir að við komumst í 3-1, þá svona siglum við þessu heim. Þeir fengu samt sín færi í stöðunni 3-1, fengu svolítið mikið af færum fyrir minn smekk. Við vissum það fyrirfram að þetta er vel spilandi lið og ef við verðum ekki mjög aggressívir í pressunni, ef það eru ekki allir samtaka. Þá er þetta lið sem getur alveg spilað menn út, og þeir gerðu það trekk í trekk. Það voru svona ákveðnir hlutir sem voru ekki alveg nógu góðir."

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í hópnum í dag en hann er eitthvað smávægilega meiddur.

„Þetta er bara það sama og er búið að vera plaga hann undanfarið. Það er bakið og það er erfitt að vera taka margar vikur í að æfa ekki neitt og ætla svo að spila. Þannig að nú ætlum við bara að ná honum góðum, hvort sem það sé vika eða 10 dagar, hvað sem það er. Það verður bara að koma í ljós. Hann er bara í sínu bataferli, svo verður bara að koma í ljós hvenær hann er klár."

Dómsúrskurður í málaferli milli Arnars og KA var úrskurðaður á dögunum þar sem KA var gert skilt að greiða Arnari tæpar 11 milljónir króna vegna vangoldinna greiðslna. Nánar má lesa um það hér

„Mér finnst þetta bara leiðinlegt mál í alla staði, bara virkilega leiðinlegt og ég hefði viljað sleppa því að fara með þetta í dómsstóla. Ég vona bara innilega að menn láti hér við sitja. Mér fannst dómurinn mjög afgerandi, en ég veit ekki hvað menn vilja gera. Ég vona innilega að þetta sé búið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
 


Athugasemdir
banner