Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fös 17. maí 2024 22:43
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Fyrsti sigur Kormáks/Hvatar - Toppliðin skildu jöfn
Kormákur/Hvöt vann sinn fyrsta sigur í deildinni
Kormákur/Hvöt vann sinn fyrsta sigur í deildinni
Mynd: Aðdáendasíða Kormáks
Kormákur/Hvöt vann fyrsta leik sinn í 2. deild karla er það vann KF 3-0 á Ólafsfirði. Haukar og Ægir gerðu þá 1-1 jafntefli á BIRTU-vellinum á Ásvöllum.

Fyrir þessa umferð höfðu KF og Kormákur/Hvöt tapað báðum leikjum sínum.

Þetta var því gullið tækifæri fyrir liðin til að ná í sín fyrstu stig en það var Kormákur/Hvöt sem greip tækifærið. Sergio Francisco Oulu skoraði eina markið í fyrri hálfleiknum en þeir Jón Gísli Stefánsson og Goran Potkozarac bættu við tveimur til viðbótar á fjórtán mínútum í þeim síðari.

Kormákur/Hvöt er nú með 3 stig en KF áfram án stiga.

Haukar og Ægir höfðu á meðan unnið báða leiki sína í deildinni en þau sættust á að deila stigunum í kvöld.

Djordje Biberdzic skoraði mark Hauka en Dimitrije Cokic gerði mark Ægis. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum.

Bæði lið eru með 7 stig eftir þrjá leiki.

Úrslit og markaskorarar:

Haukar 1 - 1 Ægir
Mark Hauka: Djordje Biberdzic
Mark Ægis: Dimitrije Cokic

KF 0 - 3 Kormákur/Hvöt
0-1 Sergio Francisco Oulu ('37 )
0-2 Jón Gísli Stefánsson ('61 )
0-3 Goran Potkozarac ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner