FH með Heimi sem þjálfara landaði titlinum en Kristján Guðmundsson og lærisveinar hans í Keflavík sátu eftir með sárt ennið.
'Mér hefði fundist það skynsamlegast að bíða með að fagna þangað til flautað hefði verið til leiksloka í hinum leiknum'
Í hollensku B-deildinni kom upp atburðarás sem minnti undirritaðan á atvik úr íslenska fótboltanum. Atvikið sem um ræðir er hittingur Keflvíkinga fyrir næstsíðasta leik FH tímabilið 2008. FH mætti Breiðabliki og ef FH hefði misstigið sig í þeim leik hefði Keflavík orðið Íslandsmeistari.
Leikmenn liðsins hittust og á æfingasvæði Keflavíkur til að fylgjast með leiknum í sjónvarpi en þegar FH fór með 3-0 sigur af hólmi var hópnum smalað út á æfingu. Það fór svo þannig að FH varð Íslandsmeistari.
Leikmenn liðsins hittust og á æfingasvæði Keflavíkur til að fylgjast með leiknum í sjónvarpi en þegar FH fór með 3-0 sigur af hólmi var hópnum smalað út á æfingu. Það fór svo þannig að FH varð Íslandsmeistari.
Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Willem II, ræddi við Fótbolta.net og var hann spurður út í toppbaráttuna. Willem II vann B-deildina í Hollandi og Groningen fylgdi liðinu upp í efstu deild. Roda sat eftir með sárt ennið og þarf að fara í umspil. Groningen sigraði Roda í lokaumferðinni og tryggði sér þar með 2. sætið.
„Það kom mér alls ekki á óvart að Groningen lagði Roda að velli. Groningen er langbesta liðið sem ég hef spilað við hérna."
„Í næstsíðustu umferðinni þá var Roda að spila og þeir unnu. Groningen var líka að spila og þeir voru að tapa. Svo skorar Groningen en allir í Roda eru að fagna. Stuðningsmenn voru komnir inn á völlinn, þvílíkt sáttir. Það kemur einhver starfsmaður hjá klúbbnum, potar í fyrirliðann og segir að staðan sé 1-1. Að sjá andlitið á honum... þurfa svo að fara spila við Groningen í lokaumferðinni. Mér hefði fundist það skynsamlegast að bíða með að fagna þangað til flautað hefði verið til leiksloka í hinum leiknum," sagði Rúnar.
Atburðarásina má sjá í spilaranum hér að neðan. Stuðningsmenn Roda hlupu inn á völlinn, en svo skoraði Groningen.
Krankzinnige taferelen: Roda-fans denken dat promotie binnen is en bestormen veld, maar dan blijkt de stadionspeaker een foutje te hebben gemaakt... ????#rodcam pic.twitter.com/BmDfhU01gU
— ESPN NL (@ESPNnl) May 3, 2024
Undirritaður bar líkinguna við augnablikið þegar Keflavík var tilbúið að fagna titlinum árið 2008 undir Rúnar.
„Ég man ekkert voðalega mikið eftir þessu, en bróðir minn (Guðjón Árni) var að spila með Keflavík á þessum tíma. Hann talaði um að honum fannst þetta fáránlegt, sérstaklega að vera bjóða fjölmiðlum. Ef þetta er ekki í manns eigin höndum þarf maður bara að bíða eftir því að þetta sé komið í höfn," sagði Rúnar.
???????????? Awkward moment in 2nd tier of Dutch football... Roda JC fans invaded the pitch to celebrate, thinking they were promoted to Eredivisie.
— EuroFoot (@eurofootcom) May 3, 2024
But elsewhere Groningen scored a 90+5' equaliser, denying Roda's promotion! ???? pic.twitter.com/HLlgTbuaXl
Athugasemdir