Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 18. maí 2024 20:17
Einar Kristinn Kárason
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Fjölnir er með sterkt og gott lið en við viljum samt fá þrjú stig og þá sérstaklega heima en eitt stig er líka gott," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir markalaust jafntefli við Fjölni í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Fjölnir

„Við fengum eitt-tvö mjög góð færi og fengum annað eins af hálffærum. Við hefðum alveg geta skorað mark og fengið stigin þrjú en Fjölni er með gott lið og þetta voru sanngjörn úrslit í dag."

Það sem af er mótinu hefur Dalvík/Reynir unnið einn, gert eitt jafnveli og tapað einum í fyrstu þremur leikjum Lengjudeildarinnar.

„Þetta er flott, það má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti. Ég er ánægður eftir þessa þrjá leiki, það var auðvitað sigur í fyrsta leiknum (gegn ÍBV), og þetta var líka fínt í dag en 3-0 tapið gegn Njarðvík er ég mjög ósáttur við. Það var alltof stórt tap. Fjögur stig eftir þrjár umferðir er bara fínt. Við sjáum líka að liðin sem var spáð upp eða í fyrstu fjórum sætunum eru með jafnmörg stig og við. Þetta er því allt í lagi."

Dalvík/Reynir er tiltölulega nýlega búið að ná öllum hópnum sínum saman og liðið er því enn að ná saman. Eigum við enn eftir að sjá besta Dalvíkurliðið í sumar?

„Já, ég vona það. Við eigum nokkra leikmenn sem spiluðu síðast í desember alvöru leik. Okkur vantar 3-4 leiki í viðbót til að ná þeim saman."
Athugasemdir
banner