Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 18. maí 2024 20:17
Einar Kristinn Kárason
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Fjölnir er með sterkt og gott lið en við viljum samt fá þrjú stig og þá sérstaklega heima en eitt stig er líka gott," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir markalaust jafntefli við Fjölni í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Fjölnir

„Við fengum eitt-tvö mjög góð færi og fengum annað eins af hálffærum. Við hefðum alveg geta skorað mark og fengið stigin þrjú en Fjölni er með gott lið og þetta voru sanngjörn úrslit í dag."

Það sem af er mótinu hefur Dalvík/Reynir unnið einn, gert eitt jafnveli og tapað einum í fyrstu þremur leikjum Lengjudeildarinnar.

„Þetta er flott, það má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti. Ég er ánægður eftir þessa þrjá leiki, það var auðvitað sigur í fyrsta leiknum (gegn ÍBV), og þetta var líka fínt í dag en 3-0 tapið gegn Njarðvík er ég mjög ósáttur við. Það var alltof stórt tap. Fjögur stig eftir þrjár umferðir er bara fínt. Við sjáum líka að liðin sem var spáð upp eða í fyrstu fjórum sætunum eru með jafnmörg stig og við. Þetta er því allt í lagi."

Dalvík/Reynir er tiltölulega nýlega búið að ná öllum hópnum sínum saman og liðið er því enn að ná saman. Eigum við enn eftir að sjá besta Dalvíkurliðið í sumar?

„Já, ég vona það. Við eigum nokkra leikmenn sem spiluðu síðast í desember alvöru leik. Okkur vantar 3-4 leiki í viðbót til að ná þeim saman."
Athugasemdir
banner