Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   lau 18. maí 2024 20:17
Einar Kristinn Kárason
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Fjölnir er með sterkt og gott lið en við viljum samt fá þrjú stig og þá sérstaklega heima en eitt stig er líka gott," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir markalaust jafntefli við Fjölni í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Fjölnir

„Við fengum eitt-tvö mjög góð færi og fengum annað eins af hálffærum. Við hefðum alveg geta skorað mark og fengið stigin þrjú en Fjölni er með gott lið og þetta voru sanngjörn úrslit í dag."

Það sem af er mótinu hefur Dalvík/Reynir unnið einn, gert eitt jafnveli og tapað einum í fyrstu þremur leikjum Lengjudeildarinnar.

„Þetta er flott, það má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti. Ég er ánægður eftir þessa þrjá leiki, það var auðvitað sigur í fyrsta leiknum (gegn ÍBV), og þetta var líka fínt í dag en 3-0 tapið gegn Njarðvík er ég mjög ósáttur við. Það var alltof stórt tap. Fjögur stig eftir þrjár umferðir er bara fínt. Við sjáum líka að liðin sem var spáð upp eða í fyrstu fjórum sætunum eru með jafnmörg stig og við. Þetta er því allt í lagi."

Dalvík/Reynir er tiltölulega nýlega búið að ná öllum hópnum sínum saman og liðið er því enn að ná saman. Eigum við enn eftir að sjá besta Dalvíkurliðið í sumar?

„Já, ég vona það. Við eigum nokkra leikmenn sem spiluðu síðast í desember alvöru leik. Okkur vantar 3-4 leiki í viðbót til að ná þeim saman."
Athugasemdir
banner
banner