Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   sun 19. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirmaður fótboltamála rekinn frá Blackburn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það eru breytingar í gangi hjá Blackburn Rovers í sumar þar sem yfirmaður fótboltamála Gregg Broughton hefur verið rekinn.

Broughton var aðeins í starfinu í tvö ár en stjórn Blackburn er ekki nógu ánægð með afraksturinn.

Arnór Sigurðsson var meðal annars fenginn til félagsins á stjórnartíð Broughton og á íslenski landsliðsmaðurinn eitt ár eftir af samningi sínum við Blackburn. Hann gerði fína hluti á sínu fyrsta tímabili með liðinu og skoraði 5 mörk í 29 deildarleikjum, en missti af síðustu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla.

Auk þess að losa sig við Broughton ákvað Blackburn að virkja eins árs framlengingar í samningum Sam Gallagher og Tyrhys Dolan við félagið sem þýðir að þeir munu spila áfram með liðinu á næstu leiktíð.

Þá er Blackburn í viðræðum við Kyle McFadzean og John Fleck sem voru fengnir til félagsins á skammtímasamningum í síðasta janúarglugga.


Athugasemdir
banner
banner
banner