Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 18. maí 2024 10:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Man Utd er fyrirferðamikið. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.


Newcastle er tilbúið að borga 15 milljónir punda fyrir Aaron Ramsdale, 26, markvörð Arsenal. (Teleegraph)

Crystal Palace og Fulham hafa sent njósnara til að fylgjast með hinum 27 ára gamla Sofyan Amrabat sem er á láni hjá Man Utd frá Fiorentina. (Sun)

Man Utd gæti þurft að gefa Bruno Fernandes, 29, launahækkun ef félagið vill halda honum en hann er með 230 þúsund pund á viku. (Star)

Man Utd mun hafna öllum tilboðum í Fernandes í sumar. (Caught Offside)

Man Utd hefur fengið tækifæri til að ráða Massimiliano Allegri eftir að hann var rekinn frá Juventus en enska félagið hefur lengi haft áhuga á honum. (Express)

Roberto de Zerbi er líklegastur til að taka við af Thomas Tuchel sem stjóri Bayern. (Bild)

Man Utd er tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Jarrad Branthwaite, 21, varnarmann Everton en Everton vill 80 milljónir punda fyrir hann. (Givemesport)

Everton mun halda áfram samningaviðræðum við Leeds United að reyna halda Jack Harrison, 27, hjá félaginu á næstu leiktíð. (Yorkshire Post)

Wolves er tilbúið að næla í Che Adams, 27, framherja Southampton á frjálsri sölu en Everton og Leeds hafa einnig áhuga. (Teamtalk)

Celtic vonast til að sú staðreynd að liðið spili í Meistaradeildinni sé nóg til að sannfæra Jake Claree-Salter, 26, leikmann QPR um að ganga til liðs við sig. Crystal Palace, Burnley og Bournemouth munu líklega geta boðið betri laun. (Football Insider)

Alex McCarthy, 34, hefur sett samningaviðræður við Southampton á ís en hann hefur verið orðaður við Celtic. (Football Scotland)

Michael Carrick stjóri Middlesbrough mun skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir áhuga úr úrvalsdeildinni. (Telegraph)

Franck Haise, stjóri Lens, hefur áhuga á Raphael Varane varnarmanni Man Utd en félagið hefur líklega ekki efni á laununum hans. Þessi 31 árs gamli fyrrum landsliðsmaður Frakklands hóf ferilinn hjá Lens. (L'Equipe)

Real Madrid hefur náð samkomulagi við Luka Modric, 38, um framlengingu á samningi hans um eitt ár en hann mun fá launalækkun. (Mundo Deportivo)

Milan hefur haft samband við Paulo Fonseca stjóra Lille og hann vill fara til félagsins. (Fabrizio Romano)


Athugasemdir
banner
banner
banner