Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 13:20
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði gæti spilað á Wembley á morgun
Óvissa er um framtíð Jóns Daða hjá Bolton.
Óvissa er um framtíð Jóns Daða hjá Bolton.
Mynd: Getty Images
Bolton mætir Oxford á morgun.
Bolton mætir Oxford á morgun.
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson verður vonandi í leikmannahópi Bolton á morgun, þegar liðið mætir Oxford á Wembley leikvangnum goðsagnakennda. Um er að ræða úrslitaleik umspils C-deildarinnar og mun sigurliðið fylgja Portsmouth og Derby upp í Championship-deildina.

Íslenski sóknarmaðurinn hefur verið á meiðslalistanum í mánuð en samkvæmt heimasíðu Bolton hefur hann æft í vikunni og er klár í að vera í hópnum ef hann fær kallið.

Um 30 þúsund stuðningsmenn Bolton verða á leiknum, sem hefst klukkan 15:15 á morgun og verður sýndur beint á Viaplay.

„Við erum spenntir og það er tilhlökkun. Við erum einbeittir að því að ná okkar besta fram. Þetta verður minn stærsti leikur hjá félaginu og við höfum lagt á okkur mikla vinnu," segir Ian Evatt stjóri Bolton.

Jón Daði er 31 árs og hefur skorað 10 mörk í 46 leikjum fyrir Bolton á tímabilinu. Samningur hans við Bolton rennur út í næsta mánuði og hafa engar viðræður átt sér stað um nýjan. Evatt sagði í viðtali á dögunum að málin yrðu skoðuð eftir tímabilið.

„Ég vil að leikmenn einbeiti sér að því sem er framundan. Tími fyrir viðræður er þegar tímabilinu er lokið. Jón hefur verið óheppinn, alltaf þegar hann kemst í gott form og nær góðu skriði hefur hann meiðst. Hann er snilldar karakter og frábær náungi, hann hefur hjálpað okkur mikið. Það er óheppilegt að hann er að glíma við meiðsli á mikilvægum tímapunkti á tímabilinu," sagði Evatt í viðtali í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner