Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 17. maí 2024 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Southampton flaug í úrslit
Mynd: Getty Images
Southampton 3 - 1 West Brom
1-0 William Smallbone ('49 )
2-0 Adam Armstrong ('78 )
3-0 Adam Armstrong ('85 , víti)
3-1 Cedric Kipre ('90 )

Southampton er komið í úrslitaleik B-deildarumspilsins eftir að hafa unnið sannfærandi 3-1 sigur á West Bromwich Albion í síðari undanúrslitaleik liðanna á St, Mary's-leikvanginum í kvöld.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Hawthorns og bjuggust flestir við öðrum spennuleik.

Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks en í þeim síðari steig Southampton á bensíngjöfina og kláraði dæmið.

William Smallbone kom Southampton í forystu á 49. mínútu og það kom eftir mistök gestanna. Southampton vann boltann á miðsvæðinu og hann færður síðan út til hægri á David Brooks. Hann fann Smallbone sem tók nokkrar snertingar áður en hann setti boltann í netið.

Stuttu síðar vildu heimamenn fá vítaspyrnu er Brooks var tekinn niður í teignum. Annað sinn í leiknum sem Brooks kallaði eftir víti en fékk ekki.

Tólf mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma tvöfaldaði Adam Armstrong forystuna eftir sendingu Flynn Downes og sjö mínútum síðar gerði Armstrong annað mark sitt er Tom Fellows braut á Ryan Manning í teignum. Armstrong fór á punktinn og skoraði.

Í uppbótartíma gerði Cedric Kipre sárabótamark fyrir WBA.

Öruggt hjá Southampton sem er nú komið í úrslit umspilsins, sem er oft kallaður verðmætasti fótboltaleikur heims. Liðið mætir Leeds á Wembley en leikurinn fer fram sunnudaginn 26. maí.

Það er ljóst að við munum fá að sjá tvö lið snúa aftur í úrvalsdeildina eftir aðeins eins árs fjarveru.
Athugasemdir
banner
banner