Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 17. maí 2024 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Modric vill vera áfram hjá Real Madrid
Mynd: EPA
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric hefur tilkynnt Real Madrid að hann vilji vera áfram hjá félaginu á næstu leiktíð en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Modric, sem verður 39 ára gamall í september, rennur út á samningi eftir þetta tímabil.

Hann hefur verið einn allra besti miðjumaður heims síðasta áratuginn eða svo og unnið urmul af titlum á tíma sínum hjá spænska félaginu.

Leikmaðurinn hefur hafnað tveimur risatilboðum frá öðrum félögum en hann bíður eftir að fá samningstilboð frá Real Madrid.

Peningar skipta hann engu máli, heldur vill hann halda áfram að skapa söguna hjá Real Madrid.

Boltinn er nú hjá Real Madrid en talið er líklegt að félagið bjóði honum eins árs samning, sem yrði væntanlega hans síðasta tímabil með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner