Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Bruyne: Fólk ber ekki virðingu fyrir Haaland
Erling Haaland og Kevin de Bruyne
Erling Haaland og Kevin de Bruyne
Mynd: Getty Images

Kevin de Bruynee segir að fólk beri ekki virðingu fyrir Erling Haaland sem hefur ekki tekist að fylgja eftir stórkostlegu tímabili í fyrra.


Haaland var stórkostlegur á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 52 mörk í öllum keppnum. Hann hefur skorað 38 mörk á þessari leiktíð en hefur verið gagnrýndur.

„Tölurnar sem hann var með á síðustu leiktíð voru svo magnaðar og fáránlegar. Þegar þú átt svona tímabil þar sem tölurnar eru aðeins lægri mun fólk ekki bera virðingu fyrri því sem þú hefur gert áður," sagði De Bruyne.

„Hann er með 27 mörk og mun líklega vinna Gullskóinn aftur, það er magnað. Hann hefur verið frábær aftur og hann mun alltaf gera það sem hann gerir."

Þá var De Bruyne spurður út í það hver ætti skilið að vera valinn leikmaður ársins. Af leikmönnum Man City nefndi hann Phil Foden og Rodri en hann hrósaði einnig Ollie Watkins framherja Aston Villa.


Athugasemdir
banner
banner
banner