Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   fös 17. maí 2024 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingarnir í SönderjyskE unnu B-deildina - Ágúst á skotskónum
SönderjyskE kom sér upp í deildina á dögunum og er nú búið að tryggja sér titilinn
SönderjyskE kom sér upp í deildina á dögunum og er nú búið að tryggja sér titilinn
Mynd: SönderjyskE
Ágúst Eðvald skoraði eina mark AB
Ágúst Eðvald skoraði eina mark AB
Mynd: AB
Íslendingalið SönderjyskE er danskur B-deildarmeistari þetta árið en það tryggði sér titilinn í markalausu jafntefli gegn Vendsyssel í kvöld.

Daníel Leó Grétarsson var eini Íslendingurinn sem var í liði SönderjyskE í kvöld, en þeir Kristall Máni Ingason og Atli Barkarson eru einnig á mála hjá félaginu.

Liðið gerði markalaust jafntefli við Vendsyssel og dugði það til að vinna B-deildina. Álaborg vann 1-0 sigur á Fredericia á sama tíma en Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar.

Þegar tvær umferðir eru eftir er SönderjyskE á toppnum með 66 stig, sjö stigum meira en Álaborg.

Davíð Ingvarsson kom inn af bekknum hjá Kolding sem vann Hobro, 2-1, í sömu deild. Kolding er í 3. sæti með 48 stig.

Ágúst Eðvald Hlynsson var á skotskónum í 1-1 jafntefli AB gegn Nykobing.

Jóhannes Karl Guðjónsson tók á dögunum við liði AB, en stýrði ekki liðinu í kvöld. Fabiana Alcalá, aðstoðarþjálfari AB, stýrir liðinu í kvöld.

AB er í 6. sæti í meistarariðli dönsku C-deildarinnar með 33 stig.

Þorri Mar Þórisson kom þá inn af bekknum í fyrri hálfleiks er Öster gerði 1-1 jafntefli við Utsikten í sænsku B-deildinni. Öster er með þrettán stig eftir átta leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner