Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fös 17. maí 2024 23:15
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fínt að vinna og halda hreinu en við vorum lélegir. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr en ÍH gaf okkur góðan leik og hrós til þeirra. Við vinnum ekkert fleiri leiki á þessu ári ef við spilum svona áfram.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 3-0 sigur á 3. deildarliði ÍH í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 ÍH

Það var ánægjulegt fyrir Framara að sjá Hlyn Atla Magnússon koma inn á í kvöld eftir 11 mánaða meiðsli.

Það er fínt að fá Brynjar Gauta, Hlyn og Aron Kára inn á. Brynjar kláraði 80 mínútur, Aron fékk korter og því miður kom þriðja markið svolítið seint því manni langaði að setja þá fyrr inn á. Hlynur er auðvitað búinn að vera frá í 11 mánuði. Maður hefði viljað gefið honum lengri tíma í dag en maður var ekkert að taka alltof mikla sénsa í stöðunni 2-0. Lykilatriðið í bikar er að fara áfram. En maður vill getað klárað leiki fyrr eins og þennan. Þá getur maður gefið fleiri mönnum mínútur en ég gat það ekki í dag.

Viktor Bjarki Daðason var valinn maður leiksins í kvöld og skoraði tvö mörk.

Hann er gífurlega efnilegur og er flottur. Hann er að bæta sig með hverjum deginum og setti tvö góð skallamörk í dag. Hann var einn af fáum sem stóð fyrir sínu.“

Eftir að hafa séð Hlyn og Aron Kára koma inn á var Rúnar einfaldlega spurður út í stöðuna á hóp Framara.

Kennie Chopart er ennþá tæpur og Jannik er ennþá meiddur og verður það í einhvern tíma. Annars eru allir aðrir komnir á ról. Virkilega gaman að Hlynur og Aron Kári eru komnir á fullt aftur. Það styttist í að þeir verði leikfærari og geta tekið þátt í fleiri mínútum en í dag.

Framarar hafa byrjað deildina frábærlega og eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Þeir eru á mjög góðum stað samkvæmt Rúnari Kristinssyni.

Við getum ekki beðið um meira. Við erum að safna fleiri stigum en á sama tíma í fyrra. Við erum líka að halda markinu okkar oftar hreinu og fá fleiri mörk á okkur. Við höfum auðvitað verið heppnir í bikarnum að dragast tvisvar á móti liðum í 3. deild. Við þurfum að halda áfram. Það er mikið eftir af Íslandsmótinu og bara góð lið eftir í bikarnum. Núna heldur þessi barátta áfram. Ef við spilum á móti Skaganum næsta þriðjudag eins og við gerðum í dag munum við ekki vinna.

Að lokum var Rúnar spurður út í það hvort hann vildi einhvern ákveðin mótherja í 8-liða úrslitunum.

Nei vill maður ekki bara fá heimaleik. Það er held ég lykilatriði.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að leik lokum eftir 3-0 sigur á ÍH í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir