Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 17. maí 2024 23:15
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fínt að vinna og halda hreinu en við vorum lélegir. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr en ÍH gaf okkur góðan leik og hrós til þeirra. Við vinnum ekkert fleiri leiki á þessu ári ef við spilum svona áfram.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 3-0 sigur á 3. deildarliði ÍH í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 ÍH

Það var ánægjulegt fyrir Framara að sjá Hlyn Atla Magnússon koma inn á í kvöld eftir 11 mánaða meiðsli.

Það er fínt að fá Brynjar Gauta, Hlyn og Aron Kára inn á. Brynjar kláraði 80 mínútur, Aron fékk korter og því miður kom þriðja markið svolítið seint því manni langaði að setja þá fyrr inn á. Hlynur er auðvitað búinn að vera frá í 11 mánuði. Maður hefði viljað gefið honum lengri tíma í dag en maður var ekkert að taka alltof mikla sénsa í stöðunni 2-0. Lykilatriðið í bikar er að fara áfram. En maður vill getað klárað leiki fyrr eins og þennan. Þá getur maður gefið fleiri mönnum mínútur en ég gat það ekki í dag.

Viktor Bjarki Daðason var valinn maður leiksins í kvöld og skoraði tvö mörk.

Hann er gífurlega efnilegur og er flottur. Hann er að bæta sig með hverjum deginum og setti tvö góð skallamörk í dag. Hann var einn af fáum sem stóð fyrir sínu.“

Eftir að hafa séð Hlyn og Aron Kára koma inn á var Rúnar einfaldlega spurður út í stöðuna á hóp Framara.

Kennie Chopart er ennþá tæpur og Jannik er ennþá meiddur og verður það í einhvern tíma. Annars eru allir aðrir komnir á ról. Virkilega gaman að Hlynur og Aron Kári eru komnir á fullt aftur. Það styttist í að þeir verði leikfærari og geta tekið þátt í fleiri mínútum en í dag.

Framarar hafa byrjað deildina frábærlega og eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Þeir eru á mjög góðum stað samkvæmt Rúnari Kristinssyni.

Við getum ekki beðið um meira. Við erum að safna fleiri stigum en á sama tíma í fyrra. Við erum líka að halda markinu okkar oftar hreinu og fá fleiri mörk á okkur. Við höfum auðvitað verið heppnir í bikarnum að dragast tvisvar á móti liðum í 3. deild. Við þurfum að halda áfram. Það er mikið eftir af Íslandsmótinu og bara góð lið eftir í bikarnum. Núna heldur þessi barátta áfram. Ef við spilum á móti Skaganum næsta þriðjudag eins og við gerðum í dag munum við ekki vinna.

Að lokum var Rúnar spurður út í það hvort hann vildi einhvern ákveðin mótherja í 8-liða úrslitunum.

Nei vill maður ekki bara fá heimaleik. Það er held ég lykilatriði.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að leik lokum eftir 3-0 sigur á ÍH í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner