Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Milos bikarmeistari með Al Wasl
Milos vann forsetabikarinn í kvöld
Milos vann forsetabikarinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic varð í kvöld bikarmeistari með Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir að liðið kjöldró Al Nasr, 4-0, í úrslitaleiknum.

Fabio Lima skoraði tvö mörk fyrir Al Wasl og þá gerðu þeir Haris Seferovic og Ali Saleh sitt markið hvor.

Leikurinn var spilaður á Hazza bin Zayed-leikvanginum í Al Ain, en þetta var fyrsti titill Milosar frá því hann tók við Al Wasl á síðasta ári.

Tímabilið hefur verið ótrúlegt undir hans stjórn en það er með sex stiga forystu í efsta sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og komst þá í undanúrslit deildabikarsins.

Milos, sem þjálfaði Breiðablik og Víking hér heima, hefur einnig þjálfað Hammarby, Malmö, Mjällby og Rauðu stjörnuna.


Athugasemdir
banner
banner