Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
banner
   lau 18. maí 2024 11:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Berg yfirgefur Burnley (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur Burnley þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.


Þessi 33 ára gamli íslenski landsliðsmaður hefur verið í herbúðum félagsins í átta ár eða síðan hann gekk til liðs við Burnley frá Charlton árið 2016. Hann er sá leikmaður sem hefur verið lengst hjá félaginu af núverandi leikmönnum.

Burnley mætir Nottingham Forest í lokaumferðinni á Turf Moor og verður það síðasti heimaleikur Jóhanns fyrir félagið.

„Þetta hefur verið risastór partur af mínum ferli og ég hef notið þess í öll þessi ár. Að spila minn síðasta leik á Turf Moor mun hafa mikla þýðingu fyrir mig. Ég mun sakna félagsins mjög mikið," sagði Jóhann Berg við heimasíðu félagsins.

„Þetta hefur verið besti tíminn minn í fótboltanum. Að vera hluti af sögunni sem við höfum skrifað í gegnum árin hefur verið magnað. Ég vona að félagið fari aftur upp í úrvalsdeildina því þeir eiga að vera þar að mínu viti."

Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð en hann hefur komið við sögu í 25 leikjum og skorað eitt mark. Hann hefur leikið 226 leiki fyrir félagið á ferlinum og skorað 14 mörk.


Athugasemdir
banner
banner