Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 19. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso spenntur: Getum afrekað eitthvað einstakt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen afrekaði það í gær að klára þýska deildartímabilið taplaust. Liðið vann fyrsta Þýskalandsmeistaratitilinn í sögu sinni eftir að hafa endað fimm sinnum í öðru sæti þýsku deildarinnar.

Það er magnað afrek en lærisveinar Xabi Alonso geta gert enn betur þar sem þeir eru komnir alla leið í úrslitaleikina í Evrópudeildinni og þýska bikarnum án þess að tapa einum einasta leik á leið sinni þangað.

Leverkusen getur orðið fyrsta lið sögunnar til að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik í einni einustu keppni.

Liðið mætir Atalanta í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og spilar svo við B-deildarlið Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins næstu helgi.

Til gamans má geta að Kaiserslautern endaði aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsæti í næstefstu deild þýska boltans í ár, en gæti öðlast þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri gegn Leverkusen.

„Það er ótrúlega sterkt að ná í 90 stig, við réttum misstum af stigameti deildarinnar sem er 91 stig, og það er stórkostlegt að hafa klárað tímabilið taplausir," sagði Alonso eftir sigur gegn Augsburg í lokaumferðinni í gær.

„Þetta er magnað afrek en núna eru tveir aðrir stórleikir framundan þar sem við fáum tækifæri til að skrá okkur á spjöld sögunnar. Við getum afrekað eitthvað einstakt."
Athugasemdir
banner
banner
banner