Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 18. maí 2024 17:00
Stefán Marteinn Ólafsson
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur tóku á móti toppliði Njarðvíkinga þegar 3.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í dag.  Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Gríðarlega svekktur. Þetta var ekki verðskuldað tap. Ég held að það sé óhætt að segja það." Sagði Sigurvin Ólafsson svekktur eftir tapið í dag. 

„Við þjörmuðum að þeim. Fyrri hálfleikurinn var svona nokkurnveginn jafn, gekk fram og tilbaka en í seinni hálfleik fannst mér við vera á leiðinni að taka stigin þrjú. Svo bara eitt móment, ein skyndisókn frá þeim 1-0 og við náðum ekki að svara því." 

„Frammistaðan er alveg í góðu lagi. Njarðvík eru mjög gott lið og búnir að spila mjög vel og búnir að vinna leikina tvo þar á undan og voru heitir. Mér fannst við vera með yfirhöndina hérna í seinni hálfleik þannig ég get svo sem ekkert kvartað yfir frammistöðunni hér í dag frá strákunum, þeir lögðu allt í þetta. Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið á 85. eða hvað það var." 

Stuttu fyrir mark Njarðvíkinga gerðu Þróttarar tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar Sigurður Steinar Björnsson féll í teignum. 

„Ég er meira að segja búin að sjá þetta aftur og mér fannst þetta bara  pjúra víti. Dapurlegt að dómarinn hafi ekki verið sammála því."

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner