Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
   lau 18. maí 2024 17:00
Stefán Marteinn Ólafsson
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur tóku á móti toppliði Njarðvíkinga þegar 3.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í dag.  Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Gríðarlega svekktur. Þetta var ekki verðskuldað tap. Ég held að það sé óhætt að segja það." Sagði Sigurvin Ólafsson svekktur eftir tapið í dag. 

„Við þjörmuðum að þeim. Fyrri hálfleikurinn var svona nokkurnveginn jafn, gekk fram og tilbaka en í seinni hálfleik fannst mér við vera á leiðinni að taka stigin þrjú. Svo bara eitt móment, ein skyndisókn frá þeim 1-0 og við náðum ekki að svara því." 

„Frammistaðan er alveg í góðu lagi. Njarðvík eru mjög gott lið og búnir að spila mjög vel og búnir að vinna leikina tvo þar á undan og voru heitir. Mér fannst við vera með yfirhöndina hérna í seinni hálfleik þannig ég get svo sem ekkert kvartað yfir frammistöðunni hér í dag frá strákunum, þeir lögðu allt í þetta. Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið á 85. eða hvað það var." 

Stuttu fyrir mark Njarðvíkinga gerðu Þróttarar tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar Sigurður Steinar Björnsson féll í teignum. 

„Ég er meira að segja búin að sjá þetta aftur og mér fannst þetta bara  pjúra víti. Dapurlegt að dómarinn hafi ekki verið sammála því."

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner