Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   lau 18. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Isco ekki með á EM
Mynd: EPA
Spænski sóknartengiliðurinn Isco fer ekki með Spánverjum á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.

Isco, sem er 32 ára gamall, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Real Betis.

Hann kom til félagsins á frjálsri sölu á síðasta ári og hefur verið þeirra langbesti leikmaður.

Á þessu tímabili hefur hann nítján sinnum verið valinn maður leiksins, í þeim 28 deildarleikjum sem hann hefur spilað. Ótrúlegt afrek.

Isco hefur komið að 16 mörkum með liðinu og var valinn í spænska landsliðið fyrir Evrópumótið en hann getur ekki farið með liðinu eftir að hafa brotnað á fæti.

Leikmaðurinn er á leið í aðgerð og verður ekki með næstu mánuði en ætti að vera klár í slaginn með Betis fyrir næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner