Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hugsa að ég væri búinn að fá eitt og hálft gult spjald í leik"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður WIllem II, ræddi við Fótbolta.net í vikunni. Hann spjallaði um árangur Willem II sem varð meistari í hollensku B-deildinni í síðustu viku.

Í lok viðtalsins var Rúnar spurður út í íslenska boltann. Rúnar var, áður en hann hélt út í atvinnumennsku, mjög spjaldaglaður og var einn spaldahæsti leikmaður deildarinnar sumarið 2022. Í upphafi mótsins í ár hafa dómararnir verið mjög spjaldaglaðir og var Rúnar spurður hversu mörg spjöld hann væri kominn með ef hann væri leikmaður í deildinni.

„Ég hef fylgst með nokkrum leikjum, leikirnir eru svolítið seint fyrir mig, er yfirleitt farinn að sofa rétt upp úr 10 og þá eru leikirnir enn í gangi."

Hvað væriru kominn með mörg spjöld eftir sex umferðir?

„Ég hugsa, miðað við hvernig línan er í þessu, að ég væri með svona 1,5 gult spjald á hvern leik. Það er spjald fyrir allt í þessu. Leikmenn eru að fá gult spjald af því þeir eru svekktir með að liðsfélaginn hafi farið í heimskulega tæklingu og fyrir að svara þjálfara andstæðingsins. Þetta er komið út í einhverja þvælu finnst mér," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner