Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea er með í kappinu um McKenna
McKenna stýrði meðal annars U18 liði Manchester United áður en hann tók við Ipswich.
McKenna stýrði meðal annars U18 liði Manchester United áður en hann tók við Ipswich.
Mynd: Getty Images
Það eru mörg úrvalsdeildarfélög sem hafa áhuga á að krækja í þjálfarann efnilega Kieran McKenna sem tókst að fara með Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum.

McKenna tók við Ipswich í League One, þriðju efstu deild enska boltans, og mun liðið leika í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 22 ár í haust.

Manchester United og Brighton hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem áhugasöm félög en The Guardian heldur því fram að Chelsea sé einnig að skoða þjálfarann þar sem framtíð Mauricio Pochettino er óljós.

Ipswich mun gera allt í sínu valdi til að sannfæra McKenna um að vera áfram við stjórnvölinn en ef það tekst ekki er ljóst að hann getur valið á milli einhverra af stærstu félögum enska boltans til að taka við.

Pochettino á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og þykir ljóst að hann getur ekki búist við nýjum samningi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner