Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 18. maí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Harðar sagði af sér viku fyrir bikarúrslit
Fatih Terim
Fatih Terim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkneski þjálfarinn Fatih Terim er hættur með Panathinaikos, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslit, en félagið greindi frá þessum fregnum í gær.

Terim, sem er goðsögn í heimalandinu, tók við Panathinaikos af serbneska þjálfaranum Ivan Jovanovic undir lok síðasta árs.

Jovanovic hafði náð góðum árangri með liðið en hann tók það upp úr meðalmennsku og gerði það að bikarmeisturum á fyrsta tímabili sínu,

Árið eftir var liðið í titilbaráttu í Grikklandi en hann var látinn fara í desember vegna ágreinings við stjórnarmenn félagsins. Panathinaikos hafði unnið Volos og sat í 2. sæti deildarinnar þegar brottreksturinn var tilkynntur.

Terim tók við og tókst ekki að ná tilsettum árangri. Liðið náði að halda sér í titilbaráttu næstu mánuði en skráði sig úr henni í síðasta mánuði.

Hann kom liðinu í bikarúrslit og ákvað aðeins nokkrum dögum fyrir úrslitaleikinn að segja af sér og er því laus allra mála. Christos Contis, fyrrum aðstoðarþjálfari liðsins, stýrir liðinu út leiktíðina.

Panathinaikos spilar við Olympiakos í lokaumferð deildarinnar á morgun en eftir viku mætir það Aris í bikarúrslitum. Hörður Björgvin Magnússon er byrjaður að æfa aftur með Panathinaikos eftir erfið meiðsli en hann gæti verið í leikmannahópnum í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner