Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 16:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telur að Klopp hafi undirbúið sig vel fyrir stóra skrefið
Jurgen Klopp og Pep Lijnders
Jurgen Klopp og Pep Lijnders
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Pep Lijnders aðstoðarmaður Jurgen Klopp hjá Liverpool mun taka við RB Salzburg eftir tímabilið en allt þjálfarateymi Klopp, ásamt honum sjálfum mun yfirgefa enska félagið.


Lijnders hefur litla sem enga reynslu af aðalþjálfun en hann var stjóri NEC Nijmegen í hálft ár árið 2018.

Hann hafði fyrir þann tíma starfað í þjálfarateymi Brendan Rodgers og Klopp hjá Liverpool en hann snéri síðan aftur til LIverpool og gerðist aðstoðarþjálfari.

Hann þakkar Klopp mikið fyrir að gera sig klárann í stóra skrefið.

„Síðustu sex ár hef ég fengið mikla ábyrgð. Klopp lét mig taka fréttamannafundi og allt sem hann gerir sjálfur. Hann segir alltaf 'við gerum þessa vinnu saman', þannig er það. Ég veit að ég er tilbúinn," sagði Lijnders.


Athugasemdir
banner
banner
banner