Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 13:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nagelsmann: Særir mig að tilkynna þeim þetta
Leon Goretzka fer ekki á EM
Leon Goretzka fer ekki á EM
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: EPA

Julian Nagelsmann þjálfari þýska landsliðsins þurfti að taka erfiðar ákvarðanir þegar hann valdi landsliðshópinn fyrir HM á heimavelli í sumar.

Það kom mörgum á óvart að leikmenn á borð við Leon Goretzka leikmaður Bayern og Mats Hummels leikmaður Dortmund væru ekki í hópnum.


Nagelsmann greindi frá því að hann hafi átt gott spjall við þá báða.

„Svona samtöl eru alltaf erfið. Það eru mismunandi karakterar sem bregðast mismunadni við. Sumir segja ekkert í símann, aðrir vilja nákvæmar skýringar. Það særir mig að tilkynna þeim þetta, það særir þá. Það eer eðlilegt að tilfinningarnar brjótast út en það er ekkert slæmt á milli okkar," sagði Nagelsmann.

Þýski hópurinn í heild:

Markverðir: Oliver Baumann (Hoffenheim), Alex Nubel (Stuttgart), Manuel Neuer (Bayern München), Marc-Andre ter Stegen (Barcelona)

Varnarmenn: Waldemar Anton (Stuttgart), Benjamin Henrichs (RB Leipzig), Joshua Kimmich (Bayern München), Robin Koch (Eintracht Frankfurt), Maximilian Mittelstadt (Stuttgart), David Raum (RB Leipzig), Antonio Rudiger (Real Madrid), Nico Schlotterbeck (Borussia Dortmund), Jonathan Tah (Bayer Leverkusen)

Miðjumenn: Robert Andrich (Bayer Leverkusen), Chris Fuhrich (Stuttgart), Pascal Gross (Brighton and Hove Albion), Ilkay Gundogan (Barcelona), Toni Kroos (Real Madrid), Jamal Musiala (Bayern München), Aleksandar Pavlovic (Bayern München), Leroy Sane (Bayern München), Florian Wirtz (Bayer Leverkusen)

Sóknarmenn: Maximilian Beier (Hoffenheim), Niclas Fullkrug (Borussia Dortmund), Kai Havertz (Arsenal), Thomas Muller (Bayern München), Deniz Undav (Stuttgart)


Athugasemdir
banner
banner
banner